Wednesday, September 14, 2005

Algengar spuringar og svör við þeim

Hér eru 3 spurningar sem fólk hefur verið gjarnan spurt að eftir að til útlandsins kom:

Spurning 1: Eru sætir strákar þarna?
Svar: Jájá. En þeir eru flestir undir tvítugsaldrinum.

Spurning 2: Eru þeir ekki allir með yfirvaraskegg?
Svar: Nei. Þeim er í flestum tilvikum ekki farið að vaxa skegg. Yfirvaraskegg er semsagt ekki móðins hjá norskum börnum.

Spurning 3: Ætlarðu ekki að fara að fá þér gönguskíði?
Svar: NEI!!! Over my dead body. Það mun EKKI gerast. Hins vegar gæti verið gaman að fara aðeins á venjuleg skíði ef tækifæri gefst.

Svo mörg voru þau orð.

Og Agnes, nú geturðu farið að kommenta. Gjörðu svo vel.