Thursday, September 15, 2005

Hryðjuverk og hor

Í gær héldu íbúar Húss E upp á þann áfanga að hafa snýtt 500 kílóum af hori, samtals. Haldið var upp á áfangann með því að fara snemma að sofa, sem var afar snjallt því hér þarf maður að vakna fyrir allar aldir til að mæta í morgunmat og manntal. Sumir ákváðu að bæta um betur og mættu bara hreint ekkert í skólann í dag sökum veikinda. Ég óska Helle og Sigmund góðs bata.

Í skólanum er einn nemandi eldri en ég. Öldungurinn (fæddur sama ár og ég). Hann er sköllóttur, með hökutopp og ættaður frá brúnu landi. Afar grunsamlegur aðili. Nokkrir nemendur skólans (aðallega stelpur skilst mér) tóku upp á því að breiða út sögum þess efnis að viðkomandi aðili væri hryðjuverkamaður. Ok, mér fannst hann grunsamlegur, en ekki SVONA grunsamlegur. Hvað í andskotanum ætti hryðjuverkamaður líka að vera að gera í lýðháskóla í Noregi?
Kræst.
Norðmenn eru asnar.