Ár ferðalaga
Þá er komið nýtt ár. Til hamingju með það.
Á slíkum tímamótum er við hæfi að líta aðeins yfir nýliðið ár. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eitt hafa einkennt þetta ár í mínu lífi umfram annað. En í þessu tilviki er 1 = margt:
Ferðalög.
Og þá hefst tölfræðileg samantekt á ferðalögum ársins 2009.
Lönd sem dvalið var í:
Noregur = 171 dagur eða 47%
Ísland = 138 dagar eða 38%
Bandaríkin = 37 dagar eða 10%
Svíðþjóð = 7 dagar eða 1,9%
Ítalía = 5 dagar eða 1,3%
Þýskaland = 4 dagar eða 1%
Tékkland = 3 dagar eða 0,8%
+ 1 millilending í Danmörku
Flugferðir milli landa = 13
Lestarferðir milli landa = 3
Fjöldi gististaða = 37
(hér er átt við fjölda borga/bæja/sveita sem gist var í)
Tókst síðastliðið sumar að ferðast um nánast allt Ísland. Þessi svæði voru heimsótt:
-Austurland
-Uppsveitir Suðurlands
-Vestmannaeyjar
-Höfuðborgarsvæðið
-Snæfellsnes
-Flatey
-Vestfirðir, tvisvar
-Norðurland
-Miðhálendið
Eins tókst mér að rúnta um stóran hluta Bandaríkjanna, en það hef ég talið upp áður og nenni ekki að gera það aftur.
Þetta ár virðist ætla að byrja á sipuðum nótum. Er búin að fara eina ferð milli landa, og sú næsta er fyrirhuguð eftir 17 daga, þegar Finnland verður heimsótt. Í eina 12 daga skilst mér.
<< Home