Saturday, September 17, 2005

Allt í rólegheitum

Nú er fyrsta "langa helgin" í skólanum (frí bæði laugardg OG sunnudag) þannig að flestir (ca. 2/3 nemenda) eru heima í helgarfrí. Við erum bara tvær í kotinu þessa dagana. Ég og Helle. Henni er að batna veikin. Hún er með minnstu (talsvert mikið minni en ég) og afkastamestu manneskjum sem ég hef séð. Síðan hún kom er hún er hún búin að prjóna heilt sjal (til samanburðar má geta þess að ég er búin með hálfan vettling) og í hádeginu boðaði hún 1 og hálfan kjúkling án þess að blása úr nös. Ótrúlegt alveg hreint. Hún kemur frá Norður-Þrændalögum. Það er langt í burtu. Tekur 10-12 tíma að komast þangað.
Fyndið hvað þetta skólahúsnæði verður fáránlega stórt allt í einu þegar það eru bara örfáar hræður að rolast um. Nú eru t.d. flestir í matsalnum/stofunni og við erum svona frekar mikið eins og krækiber í helvíti. Gaman að því.

Og í dag á pabbi afmæli. Til hamingju með það.