Friday, August 14, 2009

Núna, sko, núna

er kominn tími til að gera eitthvað að viti.
En ætli það fái ekki að bíða til morguns. Í dag er of gott veður og á morgun er spáð rigningu.

Sumarið var afkastamikið.
Helsta afrekið var sundferðir, ekki ein heldur þrjár! Þar af tvær í sömu viku. Hef ekki farið í sund í mörg ár og telst þetta því til ótrúlegs afreks.
Sundlaugar prófaðar:
- Á Sauðárkróki
- Í Þjórsárdal
- Á Suðureyri við Súgandafjörð

Ferðalög sumarsins voru mörg.
Staðir heimsóttir (ekki í þessari röð):
- Vestfirðirnir, tvisvar
- Egilsstaðir city, tvisvar
- Vestmannaeyjar
- Sólheimar á Grímsnesi
- Flatey á Breiðafirði
- Stykkishólmur, o.fl. á Snæfellsnesinu
- Siglufjörður, o.fl. á Norðurlandinu
- Hálendið (Sprengisandur er grá leið)
- Höfuðborgarsvæðið, oft
og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma.

Nú er ég tekin til við að tuða í skólanum, þó það hafi alls ekki verið ætlunin.
Í samtali við Hæstráðanda kom í ljós að ég fæ allt sem ég vil (jess), en svo þurfti ég endilega að reka augun í að eitthvað valfag er ekki alveg eins og það á að vera (bömmer), og þurfti auðvitað endilega að skipta mér af því.
Og ég sem ætlaði að einbeita mér að því að tuða ekki neitt.
En jæjajæja.
Svonerettabara.
Sumir VERÐA að tuða yfir einhverju.