Monday, April 27, 2009

Að lita eða ekki lita...

Hvað er málið með mánudaga?

Síðasta mánudag vaknaði ég eeeldsnemma og keyrði langtlangtlangtlangtlangt uppí sveit, eins og fram hefur komið á þessari síðu.

Þennan mánudaginn vaknaði ég á venjulegum mánudagstíma og mætti í skólann klukkan níu. Fékk að vita þegar þangað var komið að kennari dagsins væri veikur. Það gerist næstum aldrei. Ákvað að vera rosa dugleg og æfði mig bæði á lúður og í priksveiflum.
Þegar því var lokið var bara komið hádegi.
Og ég var löt.
Það eina sem mig langaði til að gera var að lita. En það tilheyrir víst ekki eðlilegum hluta af vinnudegi fullorðinnar manneskju.

En mig langaði samt að lita.

Þannig að ég litaði mynd af flautukonsert. Konsert þessi inniheldur nú 8 fiska, 1 snák, laufblað, gorm og ýmislegt fleira. Og fullt af litum.

Þegar maður er fullorðinn getur maður ráðið sjálfur hvað maður gerir.

Liggaliggalái.