Sunday, May 03, 2009

Skrímsl

Lenti í bráðri lífshættu í morgun. Það er alltaf óþægilegt svo árla sunnudags.
RISA fluga sem líktist geitungi tróð sér inn um gluggann minn. Mér tókst með snarræði að koma henni út aftur. Þurfti þó til þess að opna gluggann töluvert meira. Skil ekki alveg hvernig henni tókst að koma sér inn um rifuna.
Þetta er eitt af örfáum ókostum við að búa í Útlöndum - skrímsli dulbúin sem flugur eða önnur skordýr.

En við þetta þarf ég ekki að búa lengi að þessu sinni. Held til sumardvalar á landinu ísa (þar sem risa skordýraskrímsli búa ekki) eftir tæpar tvær vikur. Helstu viðkomustaðir fyrstu dagana á landinu verða Sólheimar, Höfuðborgin og Vestmannaeyjar.

Húrra fyrir Eyjum!