Monday, August 24, 2009

Skólinn byrjaði í dag

Jibbíjeij!

Alltaf gaman að byrja í skólanum. Hann byrjar æfinlega með hátíðlegri athöfn þar sem margir flinkir spila á hljóðfærin sín og nokkrir kallar halda ræður, oft skemmtilegar. Í dag fengu líka nokkur fólk afhent rauð prik og blóm í tilefni nýfengra doktorgráða. Og svo sungu allir viðstaddir saman eitt lag við fagran orgelundirleik. Magnað þegar 400 manns, sem allir geta sungið, syngja saman. Af krafti...

Sýndist annars ekkert margt vera að gerast þessa vikuna, en það breyttist. Í marga fundi með öllum mögulegum og ómögulegum, og tímum með öllum einkakennurunum mínum (þremur). Eins gott þar sem ég verð bara í skólanum þessa eina viku. Eftir hana tekur við 6 vikna hlé þar sem öðrum verkefnum verður sinnt.