Wednesday, August 26, 2009

Tilvonandi ferðalög

Það er voða gaman í skólanum. Einstaklega margir fundir skipulagðir þessa vikuna, sem flestir eru á morgun. Í mörg horn er að líta þessa dagana þannig að nú líður mér soldið einsog hausinn á mér sé að springa úr upplýsingum.

Brátt er þessum tveimur og hálfri viku á heimili mínu hér í Útlandinu lokið. Gott að vera heima, en frá og með laugardegi hef ég öðrum hnöppum að hneppa. Í 6 vikur eða svo.

Þessum hnöppum skal hneppt:

Eftir stutta viðkomu í heimalandinu skal haldið til Bandaríkja Norður-Ameríku í poppstjörnuleik. Þar mun verða dvalið í um 5 vikur og tónleikar spilaðir á eftirtöldum stöðum:

2. sept. Seattle, Washington
4. sept. Tacoma, Washington
5. sept. Spokane, Washington
7. sept. Moscow, Idaho
8. sept. Billings, Montana
9. sept. Oakes, North Dakota
10. sept. Minneapolis, Minnesota
12. sept. Hamtramck, Michigan
13. sept. Madison, Wisconsin
14. sept. Racine, Wisconsin
16. sept. Chicago, Illinois
17. sept. Oshkosh, Wisconsin
18. sept. Pittsburgh, Pennsylvania
19. sept. Brooklyn, New York
20. sept. New York
22. sept. Washington DC
25. sept. Omaha, Nebraska
26. sept. Arvada, Colorado
29. sept. San Diego, California
30. sept. Los Angeles, California
1. okt. Highland Park, California
3. okt. Eugene, Oregon
4. okt. Portland, Oregon

Á öllum þessum tónleikum mun ég koma fram sem bassa- og túbuleikari með hljómsveitinn The Foghorns. Ef þið eruð í nágrenni við þessa staði á þessum tímum, endilega kíkið á tónleika. Allar nánari upplýsingar um hljómsveitina og alla þessa tónleika má finna á mæspeis-síðu hljómsveitarinnar. Eins sýnist mér að enn sé verið að bæta við tónleikum, þannig að fylgist með ef þið eruð stödd í USA.