Friday, September 04, 2009

Ókei!

Komin í tengsl við rafmagn með viðeigandi búnaði.
Fyrsta gigg hljómsveitarinnar var í gær. Það var ágætt, en full-spennandi fyrir minn smekk. Túban ákvað að fara í verkfall mjög fáum mínútum áður en hljómsveitin steig á svið, þannig að ég fékk það áhugaverða hlutverk að spila alveg þónokkur lög á bassa í fyrsta skipti á meðan á tónleikahaldi stóð.

Í dag var túban löguð af þar til gerðum viðgerðarmanni, og ástæða bilunar var fundin, þannig að sams konar bilun í framtíðinni hefur verið fyrirbyggð.

Annars er þetta frídagur. Ekkert verið að spila. Á morgun er það svo Tacoma og pönnuköku-útvarpspartý á laugardagsmorguninn. Þá munum við spila í beinni á einhverri alnets-útvarpsstöð. Eftir pönnukökupartýið verður lagt í ferðalagið sjálft. Þangað til er staðsetningin Seattle, meira eða minna.