Er kalt?
Já.
Hef komist að hver helsti munurinn á 10 stiga frosti og 20 stiga frosti er. Horið frýs helmingi hraðar í nösunum á manni í 20 stiga frosti. Svo er líka dáldið kalt inni.
Soldið bjánalegt að flytja frá köldu landi til ískalds lands, en þetta er nú ekkert alslæmt. Það er t.d. ekki rok og frekar bjart yfir, svona yfir hádaginn allavega. Og hér talar fólk ekki miki um æseif. Sá nú samt Steina fjármálaráðherra í fréttunum hérna í gær. Hann var m.a. spurður að því af fréttamönnum, af hverju almenningur á Íslandi ætti að borga fyrir klúður nokkurra manna. Hann svarði: "Lífið er ekki alltaf réttlátt". Gott svar.
Er annars búin að gera fullt síðan ég kom, og ekkert bólar á eftirjólaþunglyndi. Sennilega sökum annríkis. Mætti voða mikið í skólann í vikunni og spilaði á tveimur jólatréskemmtunum. Þar af annarri í fjármálaráðuneytinu.
<< Home