Wednesday, September 21, 2005

LOKSINS.....

.....kom dótið mitt frá Íslandi. Það tók fjórar vikur. Ekkert sérstaklega góður árangur hjá Samskipum það. En allavega, ég er semsagt komin með sængina mína og allt. Var komin með dáldið mikið leið á útilegufílingnum.

Annars er bara allt í einu brjálað að gera. Byrjaði að vinna á mánudaginn. Það var alveg eins og ...... að vinna. Ekkert meira um það að segja. Tónlistarkennsla er ekki það mikið öðruvísi í Noregi. Í rauninni alveg eins. Bara á norsku. Fékk 4 nemendur og 1 lítinn samspilshóp.

Í gær var skólaferð í norsku óperuna. Sáum óperu eftir Puccini sem ég man ekki hvað hét. En hún hét það sama og aðalkjeellingin. Óperan endaði á því að kjeellingin dó, en fyrst var hún náttúrulega búin að syngja um að hún væri alveg að deyja í ca. 20 mínútur(og reyndar missa hárið líka).
Það er alltaf margt fyndið við dramatískar óperur. Ég held t.d. að það sé undantekningarlaust langt atriði þar sem fólk syngur um hvað það er mikið að flýta sér af því að einhver er að koma. Hvað er málið með það. Af hverju flýta þau sér bara ekki?

Spurning dagsins er:
Hvernig útlegst sögnin "að nenna" á engilsaxnesku?