Ennþá löt
en núna er ég ég líka orðin rosalega góð í því. Búin að koma mér undan því að gera þrjú verkefni á snilldarlegan hátt (án þess einu sinni að koma með einhverjar afsakanir).
Í fyrradag fengum við asnalegt verkefni, sem ég kemst ekki hjá því að gera. Eigum að finna herbergi í skólanum og búa til hljóð í því sem passar ekki (t.d. spila fiðlukonsert á klósettinu). Við fengum þrjá daga. Á morgun verður farið í göngutúr um skólann og afraksturinn skoðaður. Verkefnið er fáránlegt, en hins vegar finnst mér soldið snjallt að fá verkefni sem á að leysa á stuttum tíma.
Ég ákvað að föndra mitt verkefni. Finnst yfirleitt hundleiðinlegt að hlusta á einhverja “hljóðskúlptúra” (nema þeir séu þeim mun fyndnari) þannig að ég fer nú ekki að búa til svoleiðis sjálf. Finnst persónulega ég hafa leyst þetta verkefni ákaflega vel af hendi (fínt að eyða einu eftirmiðdegi í að föndra), og hlakka til að sjá hvað hinum finnst á morgun. Segi kannski betur frá þessu verkefni, og hvernig til tókst, síðar.
Á morgun ætlar líka samspilshópur í skólanum að spila eitt lag eftir mig á tónleikum. Fór á æfingu hjá þeim áðan, og djö... eru þau góð! Þetta verður örugglega frábært hjá þeim. Á sömu tónleikum verða einnig spiluð verk eftir þrjá samnemendur mína. Hlakka til að heyra hvað þeir eru að gera.
<< Home