Saturday, April 14, 2007

Páskafríið sem var

Hér fylgja nokkrar frásagnir af eftirminnilegum atriðum úr nýliðnu páskafríi:

Leikhúsið:
Hugleiksleikritið Epli og eikur eftir doktor Tótu. Skemmtileg sýning.

Bæjarferðin:
Skemmtanalíf miðbæjar Reykjavíkur er iðulega líflegt. Tókst að lenda í slagsmálum og fá glóðarauga. Klikkað lið í miðbænum að næturlagi. Hitti skuggalegt fólk. Skemmtilegt engu að síður.

Road trip-ið:
Án efa þema frísins. Eknir voru um tvöþúsund kílómetrar. Hugmyndin var að keyra hringveginn, með eins dags stoppi á miðri leið. Ekið var sem leið lá norður um land. En þegar halda átti ferðinni áfram suðurfyrir var veðurspáin heldur leiðinleg. Þannig að norðurleiðin var ekin aftur til baka. Skemmtileg ferð engu að síður. En kannski fullstutt stopp í föðurhúsum.
Daginn eftir var svo kíkt aðeins á suðurlandið. Nánar tiltekið Stokkseyri og Eyrarbakka. Og svo Selfoss síðar um kvöldið.
Vil þakka Sóleyju og Erik samfylgdina í öllum þessum ökuferðum.

Messan:
Spilaði í messu með nokkrum lúðrasveitarfélögum að morgni páskadags. Það ku vera ævagömul hefð að sveitin spili á slíkum samkomum á landsspítalanum þennan dag. Hin síðari ár hefur reyndar einnig myndast sú hefð að það líði yfir a.m.k. einn spilarann. Í þetta skiptið ákváðum við að sleppa því. Sátum á meðan á athöfninni stóð. Skil ekki af hverju það hefur ekki verið gert fyrr.

Sveitaballið:
Fyrir utan Selfoss er gamalt útihús sem notað hefur verið fyrir skemmtanahald síðasta árið. Góð hugmynd. Hef aldrei áður farið á ball með hundum.

Og svo hitti ég auðvitað fullt af skemmtilegu fólki, skipulagði framtíðina dulítið og kaus. Ætla nú ekkert að láta það uppi hvað ég kaus, en það var allavega ekki nýja Íslandsframboðið (eða hvað það nú heitir). Það er ekki komið með listabókstaf þannig að það var ekki hægt. Ekki það að ég hefði kosið það hvort eð er, en er þetta ekki dáldið seint í rassinn gripið.