Wednesday, March 21, 2007

Stelpubekkur

Þá hefur það verið gert opinbert.

Næsti árgangur af tónsmíðanemum hér í skólanum verður að mestu leyti skipaður stelpum. Það mun vera í fyrsta skipti sem stelpur eru í meirihluta í slíkum bekk hér á bæ. Það er nú ekkert vegna kynjamisréttis. Stelur eru alltaf í miklum minnihluta umsækenda.

Þannig var því einnig farið nú. Af þeim 14 sem mættu í viðtal voru fjórar stelpur og tíu strákar. 75% kvenumsækenda komust inn en aðeins 10% umsækenda af karlkyni. Ætli þetta væri ekki kallað “jákvæð mismunun” samkvæmt jafnréttissjónarmiðum.

Hvað getur maður sagt, stelpur eru bara meira kúl ...

Annars er ekkert mikið í fréttum þessa dagana.

Almenn leti virðist fylgja hækkandi sól. Og að sjálfsögðu hefur ekkert ringt síðan ég keypti stígvélin, og ekkert slíkt er að sjá í spákortum næstu viku. Bara sól og blíða.

Þessi stígvélakaup voru greinilega alveg að gera sig.

Spurning um að taka stígvélin með í páskafríið til að tryggja sól og blíðu meðan ég dvel á fróni.