Thursday, September 20, 2007

Gaman í lúðrasveit

Ekki brilleraði maður á þessum tónleikum (kannski ekki við því að búast eftir eina æfingu, og varla búin að snerta saxófón-lúðurinn í eitt og hálft ár), en enginn stór-skandall svosum. Mikið agalega er gaman að spila á lúður, og félagsskapurinn virðist ekki af verri endanum.

Gaman að því.

Þarf samt greinilega að fara að æfa mig. Var alveg að drepast í kjaftinum eftir tónleikana í gær. Einhverjir vöðvar og ein neðri vör eitthvað farin að gefa sig vegna æfingaskorts. En nú hef ég loksins ástæðu til að æfa mig.

Lúðrasveit er málið.