Tuesday, September 04, 2007

Ostar

Nú er ég manneskja sem borðar nánast hvað sem er (nema ORA fiskbúðing úr dós). Sérlega er ég þó hrifin af ostum, og áður en ég flutti til Útlandsins hafði mér ekki tekist að finna vondan ost. En hér ytra hefur mér tekist að finna tvær tegundir af vondum osti:

1. Brúnostur: Hann er ógeð, en ef ykkur finnst mysingur góður, þá finnst ykkur það sennilega líka um brúnost. Brúnostur er nefnilega mysingur í ostformi.

2. Hvítostur: Þessi ostur lítur út alveg eins og venjulegur ostur (sem hér kallast gulostur), nema aðeins ljósari á litinn. Ég bjóst satt að segja ekki við að finna mikinn mun á gulosti og hvítosti. En, jú. Það var eiginlega aðeins of mikill munur. Hvítostur er einhvernvegin súr á bragðið. Semsagt ógeð.

Þetta var ostavarúðarhorn Ekkert rugl.