Hvar er píanómappan?
Það er ögn undarlegt að koma inn á heimili sitt eftir þriggja mánaða fjarveru, og allt er eins og maður skildi við það. Ég bjóst einhvernvegin við að hér yrði þykkt ryklag yfir öllu, og eitthvað hefði myglað sem gleymst hefði að henda. En, nei. Það var ekki einu sinni vont loft í holunni, og allt á sínum stað.
Nema eitt.
Píanómappan virðist hafa yfirgefið mig. Hún finnst hvergi.
Þá spyr maður sig:
- Hvenær sá ég hana síðast?
Í maí .... held ég...
- Hvar?
Uuuu. Hef ekki hugmynd. Veit ekki einu sinni hvort hún kom með til Íslands eða ekki.
Ef einhver af ykkur sem ég dvaldist hjá í lengri eða skemmri tíma í sumar hefur orðið var við þunna svarta möppu með píanónótum sem enginn kannast við, þá gæti verið að hún eigi heima hjá mér.
En mér þykir líklegast að hún hafi orðið eftir í einhverju æfingaherberginu hér ytra í vor, og þá er hún alveg týnd. Ekki það að neinn hafi tekið hana, en æfingaherbergin eru mööörg.
Annars er allt fínt að frétta. Þessi óvænta sumarfríisvika er senn á enda. Skóli á mánudaginn.
<< Home