Monday, August 20, 2007

Hetjuför!

Komin aftur í Útlandið eftir hetjulegt ferðalag.

Ferðalagið sem slíkt gekk nú reyndar mjög smurt fyrir sig. Ekkert vesen. Hetjuskapurinn fólst aðallega í að sofa 0 klukkutíma fyrir ferðalagið (sem hóst klukkan fjögur um nótt) og mæta beint í skólann þegar til Útlandsins kom (eftir hádegi næsta dag). Þetta þótti mér afar hetjulegt. Var reyndar svo heppin að það voru ekki margir í flugvélinni þannig að ég fékk þrjú sæti fyrir mig, og gat því lagt mig. Húrra fyrir Iceland express!

Taldi ekki ráðlagt að vaka hátt í tvo sólarhringa eftir þessa hetjuför, þannig að ég lagði mig aðeins áðan. Eftir þá lífsreynslu get ég ekki mælt með svefnleysi til lengri tíma. Leið dáldið eins og hausinn á mér væri að grillast eftir lúrinn, og allur vökvi úr líkamanum virtist hafa yfirgefið bústað sinn í formi svita. Ekki þægilegt.

Sýnist svo á öllu að ég sé í fríi alla þessa viku, og það er góð veðurspá næstu daga. Það er semsagt sumarfrí í Útlöndum í viku. Jeij.

Kosningar virðast vera í nánd hér á bæ, og svo virðist sem ég sé með kosningarétt. Ætli maður fari ekki að kynna sér málin og nýta kosningaréttinn. Það verða jú allir að gera sem mega á annað borð kjósa.

Snemma að sofa í kvöld. Ójá!