Tuesday, August 21, 2007

Veikir

Í sumar þurfti ég tvívegis að leyta læknis vegna ákveðinna kvilla. Í fyrra skiptið vegna tognunar í kjálka (eftir allsvakalegt dett í Vestmannaeyjum) og í það síðara vegna kvefs, sem svo var greint sem vírus í hálsi. Í báðum tilvikum var mér ráðlagt að taka bólgueyðilyfið íbúfen. Það virkaði í bæði skiptin.

Ef þið viljið fækka læknisferðum, takið þá íbúfen. Það virkaði allavega fyrir mig í 100% tilvika í sumar.

Þessi ráðlegging var í boði actavis.

(Hálsvírusinn er semsagt á hröðu undanhaldi þessa dagana, fyrir ykkur sem voruð að velta fyrir ykkur heilsufarinu).