Sunday, December 18, 2005

Ferðalög

Það er alltaf jafn gaman að ferðast. Sérstaklega þegar maður er jafn heppinn á ferðalögum og ég.

Allur gærdagurinn fór í að bíða. Þetta er dótið sem ég beið eftir:
- Strætó
- Lest
- Að lestin kæmi á flugvöllinn
- Innritun á flugvellinum
- Flugvélinni
- Að flugvélin kæmist á áfangastað
- Farangrinum
- Að bíllinn kæmist til höfuðborgar okkar Íslendinga

Það var ótrúlega mikil seinkun á flugvélinni þannig að ég náði að gera heilmargt:
- Borða eins mikið og maginn þoldi
- Skoða allt dótið í fríhöfinni
- Drekka bjór
- Telja lítil strik í loftinu uppí þrúhundruðogellefuþúsundogfjörutíu

Þar sem komu minni til höfuðborgarinnar seinkaði umtalsvert missti ég af því að sjá Jólaævintýri Hugleiks, sem systir mín hin digrari skrifaði í félagi við nokkra aðra. En ég hvet þá bara alla aðra til að fara að sjá þetta. Örugglega frábært stykki.

Flugi mínu austur á bóginn flýkkaði hins vegar vegna niðurlagningar á því flugi sem ég hafði pantað far með. Dvöl mín á höfuðborgarsvæðinu styttist því um ca. 20% vegna seinkunnar/flýkkunnar á flugum.

Núverandi staðsetning: Egilsstaðir, Ísland.