Jólapartýið
var í gær. Flest ungmennin héldu af stað í gleðskapinn með því heilbrigða hugarfari að drekka sig alveg blindfull. Sem þau og gerðu. Þau gleymdu því bara sum hver að partýið var 7 klukkutíma langt (og ekki hægt að fara heim hvenær sem var vegna staðsetningar) þannig að úthaldið yrði að vera í lagi. Það voru rúmlega 100 krakkar í partýinu og undir lokin voru sennilega 20-30 þokkalega hressir ennþá. Undirrituð var að sjálfsögðu þar á meðal, þar sem hún nýtti sumarfríið vel til að þjálfa upp úthald að þessu tagi (þökk sé kééllingum frá Vestmannaeyjum).
Sá sem fyllstur í partýinu (og gubbaði á einn stól) var eini maðurinn á svæðinu sem ekki var nemandi í skólanum. Nefnilega samfélagsþjónustugaurinn. Hér er yfirleitt einn svoleiðis. Skilst að þetta séu nánungar sem ekki hafa viljað fara í herinn. Í Noregi er nefnilega herskylda. Nokkrir nemendur skólans voru í hernum í fyrravetur (slatti af strákum og ein stelpa). Þessir nemendur voru mjög auðþekkjanlegir í upphafi skólaárs. Þau komu um einni viku of seint í skólann og voru sköllótt. Í hernum er bannað að vera með hár á hausnum. Nú eru þau komin með smá hár.
Stelpurnar í Húsi E voru jólatré í partýinu. Við unnum ekki búningakeppnina, en vorum í 2. - 3. sæti. Pakkarnir unnu. Og einn engill vann strákadeild keppninnar. Mér fannst nú persónulega að Jesús hefði átt að vinna. Hann var mjög kúl með jólaseríu á hausnum.
<< Home