Monday, December 12, 2005

“The return of ........”

Var í bænum í dag, sem er nú ekki í frásögum færandi. Nema hvað að allt í einu gengur upp að mér norsk stúlka, ávarpar mig með nafni og spyr hvort ég muni eftir henni. Ég leit á viðkomandi og langaði mest til að flissa og hlaupa í burtu. Jú, viti menn. Þarna var kominn þroskahefti saxófóndvergurinn frá í hittífyrra! Manneskjan hefur greinilega minni á við fíl. Mundi hvað ég hét. Tveimur og hálfu ári síðar. Hún var semsagt í skólanum sem ég er í núna í fyrra. Mikið er ég fegin að hafa ekki verið hér þá. Held þetta sé ein af örfáum manneskjum í heiminum sem ég meika engan vegin að eiga samskipti við. Var eiginlega búin að gleyma að þetta væri alvöru manneskja. Hún var í mínum huga bara orðin að persónu í sögunni sem ég skrifaði eftir þá viku í Útlandinu. Ég hef reyndar grun um að hún komi til með að sækja um í sama skóla og ég fyrir næsta vetur. Hún var eitthvað að sniglast hér í skólanum í dag. Líklegast til að fá pappíra fyrir skólaumsóknina. Ef við verðum saman í skóla næstu árin verður sennilega skrifuð framhaldssaga í MÖRGUM hlutum um þroskahefta saxófóndverginn. Gæti orðið áhugavert.

Í kvöld er síðasta kvöldið fyrir jólafrí sem ekki er skipulögð dagskrá hér skólanum. Í tilefni að því er ég að hugsa um að prjóna og horfa á sjónvarpið, ef það er eitthvað íðí.