Jólatré og límbyssa
Annað kvöld er jólapartý skólans. Það er reyndar ekki haldið í skólanum vegna áfengisbanns, heldur verður liðinu skutlað eitthvert með rútum. Þetta verður eflaust mjög skrautlegt. Búið er að brýna fyrir öllum að það sé bannað að gubba í rútuna (það kostar nefnilega sekt uppá fullt af péning) og allir verði að hjálpast að þannig að enginn gleymist nú á partýstaðum þegar rúturnar halda heim á leið. Jón rektor er búin að bjóðast til að geyma allt áfengi á skrifstofunni sinni fram að brottför svo enginn verði orðinn ofurölvi áður en lagt verður af stað. Furðulegur náungi þessi Jón.
Stelpurnar í Húsi E ætla að vera jólatré. Að því tilefni notaði ég límbyssu í fyrsta skipti áðan. Það gekk ótrúlega vel. Bjóst við að takast að líma saman allt sem væri í ca. 5 metra radíus. En viti menn. Mér tókst að líma ekkert nema það sem átti að límast. Geysileg framför í föndurmálum þykir mér. Sem er ágætt. Á morgun er föndurdagur í skólanum. Kannski maður föndri eitthvað fallegt fyrst maður er orðinn svona góður á límbyssuna.
Í kvöld er hins vegar skemmtidagskrá í boði málmblásara. Það verður spennandi að sjá. Þau eru búin að vera að æfa meira og minna alla eftirmiðdaga og öll kvöld síðustu tvær vikurnar.
Og svo fer að styttast í endurkomu á klakann ......
<< Home