Saturday, May 06, 2006

Komið sumar

Þá er alvarlega farið að sjá fyrir endann á þessu skólaári. Í gær voru öll húsin þrifin og sumarið kom skyndilega hér í Útlandinu.

Í gærkveld var slegið upp grillveislu á ströndinni. Það var ansi gaman. Þegar það var orðið of dimmt til að sjá fólk ákváðum við nokkur að enda kvöldið með að kíkja aðeins á barinn. Þetta “aðeins” varð reyndar ans langt. Mér tókst semsagt að vera á djamminu til 9 í morgun. Þá varð ég að koma mér heim til að mæta á stórsveitaræfingu kl 10. Það gekk rosa vel. Er reyndar ekki búin að læra nóturnar mínar utanað, en það áttum við að vera búin að gera fyrir æfinguna í morgun. Ég fékk nú samt að hafa nóturnar þar sem ég fékk að vita á miðvikudaginn að ég ætti að spila með, og allir hinir eru búnir að æfa þetta í nokkrar vikur. Það er eitthvað endalaust kúl við að spila á stór hljóðfæri. Sérstaklega þegar maður er ekkert mjög stór sjálfur.

Í kvöld er meiningin að fara snemma að sofa. Sjáum til hvernig það gengur. Og á morgun spila ég á tónleikum í Osló með títtnefndri stórsveit. Það verður spennandi. Held reyndar að nú hafi ég spilað flest lögin áður. Þó ekki öll.