Komin
Ég hef nú bara aldrei lent í jafn litlu veseni á ferðalagi. Einmitt þegar ég hafði búist við öllu heimsins veseni (búin að búa mig undir að vera á flugvellinum í marga daga og lesa mig til um réttindi strandaglópa vegna flugverkfalla). Og svo var flugið mitt á áætlun og allt. Ótrúlegt.
Annars er ýmislegt búið að ske síðan ég kom. Systir mín, frú Sigríður, lét skíra frumburðinn í dag og gifti sig í leiðinni. Barnið heitir Gyða til höfuðs ömmu sinni í móðurætt og ég fékk að vera svaramaður. Þetta er í annað sinn sem ég mæti í brúðkaup, og jafnframt í annað sinn sem ég hef gegnt hlutverki svaramanns. Þannig að ef ykkur vantar svaramann með reynslu, þá hef ég gríðarlega reynslu af slíku.
<< Home