Alltaf sunnudagur
Merkilegt með svona daga þegar maður hefur ekkert sérstakt að gera, en nennir samt engan vegin að gera hluti sem myndu létta talsvert næstu daga. Þannig var það í dag. Ég spilaði á spil við Hús E stelpur í 3 tíma. Fyrir utan það gerði ég næstum ekkert.
Á morgun er aftur sunnudagur (1. maí). Þá hafði ég nú eiginlega hugsað mér að gera eitthvað af viti (s.s. tónsmíða píanólagið sem ég er nýbyrjuð á, æfa mig fyrir tónleikana á fimmtudaginn og byrja að pakka nður draslinu mínu). En rétt í þessu bauðst mér að taka þátt í námskeiði með kúbönskum djassfiðluleikara sem stendur allan morgundaginn og þriðjudaginn líka. Því get ég nú varla sleppt.
Gæti nátturulega reynti að gera eitthvað í kvöld, en ég hugsa að ég noti tímann frekar í að horfa á eina eða tvær Harry Potter myndir í Húsi 7.
Svona er maður nú afslappaður.
<< Home