Sunday, April 30, 2006

Alltaf sunnudagur

Merkilegt með svona daga þegar maður hefur ekkert sérstakt að gera, en nennir samt engan vegin að gera hluti sem myndu létta talsvert næstu daga. Þannig var það í dag. Ég spilaði á spil við Hús E stelpur í 3 tíma. Fyrir utan það gerði ég næstum ekkert.

Á morgun er aftur sunnudagur (1. maí). Þá hafði ég nú eiginlega hugsað mér að gera eitthvað af viti (s.s. tónsmíða píanólagið sem ég er nýbyrjuð á, æfa mig fyrir tónleikana á fimmtudaginn og byrja að pakka nður draslinu mínu). En rétt í þessu bauðst mér að taka þátt í námskeiði með kúbönskum djassfiðluleikara sem stendur allan morgundaginn og þriðjudaginn líka. Því get ég nú varla sleppt.

Gæti nátturulega reynti að gera eitthvað í kvöld, en ég hugsa að ég noti tímann frekar í að horfa á eina eða tvær Harry Potter myndir í Húsi 7.

Svona er maður nú afslappaður.