Saturday, April 29, 2006

Klósettpartý

Nú fer þetta skólaár að verða búið og því fylgir dálítið stress. Eigum að vera búin að “tæma” (pakka öllu niður og þrífa) húsin á föstudaginn. Er aðeins byrjuð fara í gegnum pappíra og henda. Ótrúlegt hvað manni tekst að safna miklu drasli á ekki lengri tíma. Verð að vera tímanlega í niðurpakkningu. Það eru nefnilega saxófóntónleikar á fimmtudaginn og mun allur sá dagur fara í æfingar fyrir þá. Þá um kvöldið eru svo 2 partý, að því að virðist.

Í gær var klósettpartý í Húsi E. Hef aldrei áður verið í klósettpartýi. Oft í elshúspartýi en aldrei klósett. Spennandi upplifun. Í kvöld verður rólegt í Húsi E. Ætlum bara að horfa á Shrek 1 og fara snemma að sofa. Klósettpartýið í gær stóð nefnilega talsvert frameftir og við þurftum að vakna í morgun af því að í dag átti að vera tiltektardagur úti.

Það varð ekkert úr þeirri tiltekt vegna of mikillar rigningar.