Afköst
voru með meira móti þessa helgina. Hitti fullt af skemmtilegu fólki (bæði kunnugu og ókunnugu), heyrði hljómsveitina Hraun spila (frábært band), svaf eitthvað takmarkað (reyni að vinna það upp á næstu dögum), fór á æfingu á einu tónverki sem ég samdi (skemmtilegt lag og flinkir spilarar), reddaði mér vinnu og húsnæði í höfuðborg Íslands á innan við sólarhring. Og margt, margt fleira. Held ég hafi sjaldan afkastað jafn miklu á svona stuttum tíma. Verst hvað maður er lengi að vinna upp tapaðan svefn. Er enn hálf sloj eftir laugardagskvöldið.
Annars er ég auðvitað að vinna í því að hitta sem flesta meðan ég er í bænum. Búin að gera ýmis plön til hittinga, en ef einhver sem þetta les finnst hann/hún sniðgengin þá bið ég viðkomandi vinsamlegast um að hafa samband. Er með gamla símanúmerið mitt og svo er auðvitað alltaf hægt að skilja eftir skilaboð í kommentadálknum hér að neðan.
<< Home