Búin að flytja
Þá er þessi flutningur loksins að taka enda, og flutningsveikin í rénun. Alveg glatað að verða alltaf veikur þegar maður er að flytja (slappur með kvef). Fékk dótið mitt úr sveitinni í dag. Útsendari minn fór í sveitina í gær og náði í dót okkar beggja sem var þar í geymslu í sumar. Hlaut hann miklar þakkir fyrir. Ótrúlegur munur að vera kominn með allt dótið sitt. Nú vantar mig bara aðeins meira dót og þá er þetta orðið fínt. Reikna með að söfnun á meira dóti gerist mjööög hægt á næstu dögum eða vikum.
Nú langar mig mest að fara að byrja almennilega í þessum skóla. Það gerist einmitt á morgun. Þá fer ég bæði í tónsmíðaeinkatíma og tónsmíðahóptíma. Það verður eflaust stuð. Annars er þessi nýnemavika búin að vera ágæt. Í dag fór ég á námskeið í afrískri tónlist (spila á afríska trommu í 2 tíma). Er dáldið illt í höndunum eftir það. Og svo hélt hornkona fyrirlestur um hvernig maður á að æfa sig. Það var fyndið. Skemmtileg kelling.
Þannig að: Allt gott að frétta
<< Home