Saturday, August 12, 2006

Kominn tími til

að vekja þetta blogg kannske.

Ákvað að vera ekkert að rekja ferðir mínar það sem eftir lifði sumars. Þar með gátu bófarnir ekki vitað hvenær ég var ekki heima (hí á ykkur bófar).

Fór ekki margt. Til Egilsstaða eina helgi á ættarmót, og svo á Þjóðhátið þeirra Vestmannaeyjinga nú um síðustu helgi. Var sú helgi snilldin eina, og eru þegar hafnar umræður um að festa kaup á fasteign á eyjunni grænu einhvern tímann í framtíðinni. Það var allavega ákveðið að missa ekki af hátíðinni að ári.

Held ég hætti mér ekki út í að lýsa stemmingunni í Vestmannaeyjum þessa helgi ársins. Hún er algerlega ólýsanleg, og án efa skemmtilegasta helgi ársins að mínu mati.

Takk fyrir það Vestmannaeyjar. Sjáumst að ári liðnu.

Nánustu framtíðarplön fela í sér flutninga til Útlandsins. Mun sá flutningur eiga sér stað næstkomandi fimmtudag.

Í dag er hins vegar meiningin að fylgjast með gleðigöngu kynvillinga. Úje.