Aumingja veika fólkið
Sumir eru oft veikir. Þar á meðal píanókennarinn minn. Dagarnir sem hann hefur getað kennt í vetur eru teljandi á fingrum annarrar handar. Og núna er hann kominn með einhverja svæsna nýrnasýki þannig að hann sleppur ekki út af spítalanum fyrr en skólaárið er liðið. Og þá hugsar maður: “ Hey, já ... rosalega er maður heppinn að vera heilsuhraustur”.
Ætla að reyna að muna þetta oftar og vorkenna mér sjaldnar. (Ekki það að ég sé mikið að vorkenna mér svona almennt og yfirleitt. Fín áminning engu að síður.)
Óska hér með mínum ágæta píanókennara góðs bata.
Og svo eru kosningar á morgun. Er ekki kominn tími nýjan meirihluta? Ha, krakkar?
<< Home