Saturday, May 05, 2007

Drekapeysa og gítaröldungur

Skyndilega er ekki lengur tuttugu stiga hiti og sól í Útlandinu. Það er tíu stiga hiti og ekkisól. Þar með er engin afsökun lengur fyrir að nenna ekki að læra, þannig að ég lærði ponsulítið í dag. Á víst að skila þremur lokaverkefnum í vikunni (ekki það að þau séu neitt stærri en önnur verkefni), en eftir næstu viku er ekki mikið eftir. Eiginlega mjög lítið. Og svo er komið sumarfrí. Jeij. Hlakka samt til að byrja aftur í skólanum næsta haust. Þá verð ég örugglega búin að fá nennuna aftur.

Í dag var markaðsdagur í götunni sem ég labba, á leið minni í skólann. Þá setur búðafólkið dótið úr búðunum út á götu, og það er bannað keyra og hljóla á götunni. Það tók aðeins lengri tíma en venjulega að komast alla leið vegna mannmergðar. Hvers vegna finnst fólki gaman að vera í svona fólksstöppu? Eða er það bara ég sem finnst ekkert sérstkalega gaman að vera innan um óþarflega margt fólk á litlu svæði? Maður þarf nú sitt pláss.

Sá tvennt skemmtilegt á leið minni gegnum fólksstöppuna:
1. Peysu með dreka á bakinu.
2. Eldgamla konu að spila á gítar með Hjálpræðishernum.

Markmið næstu daga:
Gera það sem ég þarf að gera.