Saturday, May 19, 2007

Error

Ætlaði að vera voða dugleg í dag og klára þetta eina verkefni (sem ég er næstum alveg búin með, á bara eftir að fínapússa aðeins). Fór niður í stúdíó, en þar var einhver "keyboard error" í gangi, þannig að hvorki lyklaborðið né músin virkaði. Þá er mjööög lítið hægt að gera. Og kallinn sem svarar ef maður ýtir á hjálp-takkann á símanum er ekki í bænum (held annars að hann búi í skólanum, er allavega næstum alltaf þar). Verkefnið fær því að bíða þar til eftir helgi þegar hjálp-maðurinn kemur í bæinn og lagar dæmið.

Dugnaður dagsins fór því fyrir lítið.

Í dag á Einar trompet-Vestmanneyingur afmæli. Hann er orðinn tuttuguogsex ára (það er sko í tísku þessa dagana).
Til hamingju með daginn Einar.

4 dagar í brottför.