Sunday, May 20, 2007

Klikk lið

Kláraði að lesa bók í dag. Hélt lengi framanaf að þetta væri venjuleg glæpasaga. En svo var ekki. Aðalpersónur bókarinnar urðu smám saman haldnar geðrænum kvillum og enduðu á því að drepa hvor aðra. Þó hittust þessar tvær persónur fyrr en í síðustu setningu bókarinnar. Spes.

Þegar maður les svona bók verður maður hálfskrítinn. Ákvað því að rifja upp sögur af skrítnara fólki:

Á mánudaginn sá ég Japana nokkurn á tónleikum. Hann er saxófónleikari, tónskáld og læknir. Afar fær á öllum sviðum. Hann er m.a. þekktur fyrir að hafa fundið upp trampólín til meðhöndlunar á heilaskaða.

Heyrði líka í vikunni sögu af norsku tónskáldi. Sá er víst kominn á heldri ár. Hann vinnur heima hjá sér í þar til gerðu vinnuherbergi, og hefur gert lengi. Á hverjum morgni vaknar hann klukkan átta, fær sér morgunmat og smyr sér nesti. Að því loknu fer hann út úr íbúðinni, niður í lyftunni, labbar hringinn í kringum húsið, aftur upp í lyftunni, inní íbúðina, og þá er hann kominn í vinnuna. Klukkan fjögur síðdegis gerir hann þetta sama aftur, en labbar hinn hringinn kringum húsið.
Mér finnst sterkar líkur á því að hann sé löngu búinn að gleyma að heimilið og vinnustaðurinn séu á sama stað.

3 dagar í brottför