Tuesday, May 22, 2007

Pakk

Þegar halda skal í lengri ferðalög (þ.e. ferðalög sem taka eiga langan tíma) eiga margir erfitt með að halda sig innan við þessi tuttugu kíló sem fara má með í flug. Ég tala nú ekki um þegar halda á til lands þar sem er kalt. Þó það sé sumar.

Hér er aðferð sem reynst getur mjög vel í slíkum aðstæðum:

1. Takið til það sem þið teljið ykkur þurfa á að halda. Athuga skal að taka einungis það allra nauðsynlegasta.

2. Skiljið svo helminginn af því eftir.

Og þá ætti þetta að vera komið.

1 dagur í brottför