Thursday, February 04, 2010

Aftur í Norge

Jæja, þá er maður kominn heim til sín, til alveg tveggja vikna dvalar, eftir ákaflega lærdómsríka daga í Finnlandi.

Eitt af mínum fyrstu verkum eftir heimkomuna var að halda eins og hálfs klukkutíma fyrirlestur. Um MIG.
Það var magnað.
Allir voða ánægðir með fyrirlesturinn, jafnt kennarar sem nemendur. Og sjálf skemmti ég mér konunglega. Er að hugsa um að leggja þetta fyrir mig. Bjóða mig fram sem gestafyrirlesara í ýmsum skólum og tala bara um MIG. Get varla verið lélegri í því en margir þeirra gestafyrirlesara sem ég hef séð á mínum námsferli hér í Norge, sem margir hafa verið útlendingar (oft Þjóðverjar) lítt talandi á ensku og muldra eitthvað óskiljanlegt. Auk þess að hafa oft augljóslega ekki skipulagt sig neitt áður en fyrirlesturinn hefst.
Jebb, það gæti ég gert.

En nú verður tekist á við hversdagsleikann í tvær vikur.
Einn, tveir og byrja.