Thursday, March 18, 2010

Lúðr og tónleikar

Nú stendur yfir hin árlega lúðrakeppnisvika hér í landi lúðrasveitanna. Um síðustu helgi var Óslóarkeppni í lúðrasveiti. Við unnum. Í gær voru æfingatónleikar í nágrannasveitafélagi og á morgun verður haldið til Þrándheims, hvar att verður kappi við helstu lúðrasveitir landsins. Svo er auðvitað ofur-lúðrpartý með hátt í 2.000 lúðranördum á laugardagskvöldið í Þrándheimi. Það hefur hingað til verið magnað.
Jól lúðanna.

Er annars á fulllu að undirbúa 1. hluta útskriftartónleikanna minna (svona þegar ég er ekki að lúðra) sem haldnir verða í næstu viku. Dáldið rosalega mikið stress. En ég reikna fastlega með frábærum tónleikum.

Tónleikar fimmtudaginn 25. mars kl. 19.30. Í Noregi.
Allir velkomnir!