Saturday, March 27, 2010

Páskafrí!

Jeij!!

Hef sjaldan verið jafn ánægð með að komast í frí, og örugglega aldrei verið jafn stressuð í marga daga. Það er stress að halda tónleika, en þeir gengu vel og nú veit ég margt um tónleikahald í skólanum sem ég vissi ekki fyrir. Vitneskja sem kemur sér afar vel fyrir aðal-útskriftartónleikana í júní. Sé að mörgu leyti fram á mikið minna stress fyrir þá tónleika.

Það gekk líka vel í lúðrakeppninni í Þrándheimi. Urðum í 4. sæti af 89. Fyrir utan hvað það var rosalega gaman í Þrándheimi, að venju.

Mitt fyrsta verk í páskafríi var að sofa. Lengi. Kom heim úr skólanum í gær um hádegi og svaf í 3 tíma. Vaknaði bara af því að vekjaraklukkan hringdi. Fór á tónleika, kom heim og fór að sofa. Svaf 12 tíma í nótt. Það er greinilega þreytandi að vera stressaður lengi.

Nú er hið langþráða páskafrí komið. Hef reyndar búið til langan lista yfir allt sem þarf að gera í fríinu, en sá listi inniheldur að mestu hluti sem ég get gert í rólegheitum heima hjá mér, eða í skólanum = tjill, en samt eitthvað gert af viti. Fullkomið.

Á morgun breytist klukkan. Mjög fín helgi til að missa af klukkutíma, nú þegar það er páskafrí og klukkutími til eða frá skiptir svosum engu.
Á morgun verð ég semsagt komin 2 tímum á undan ykkur kæru landsmenn.

Gleðilegt páskafrí!