Saturday, August 14, 2010

Í sumarfríi - ennþá

Aftur mætt í foreldrahúsin.
Hér líður tíminn HRATT. Búin að vera í viku og nánast ekkert búin að ná að gera. Nema láta mömmu sauma gardínur, fara smá í berjamó og gróðursetja blóm fyrir utan ríkið.

Í gær hófst bæjarhátíð Héraðsins. Ég bý í gula hverfinu. Við unnum ekki keppnina. Samt er guð í mínu hverfi (kirkjan). Bæði kaþólski og venjulegi guð. Nunnurnar mættu í skrúðgöngu og allt. Speisað að sjá nunnur spásséra með gula hjálma.
Svona er í sveitinni.
Stemming og stuð.