Thursday, April 01, 2010

Af páskum Útlendinga

Norðmenn eru sennilega heimsmeistarar í páskum.

Langflestir eru í 10 daga páskafríi, sem hefst pálmasunnudagshelgina og líkur annan páskadag. Þeir eru með skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum eins og við hin. Til viðbótar eru þeir búnir að finna upp "aðfangadag páska", sem er þá laugardagurinn fyrir páska, og dagarnir þrír fyrir skírdag eru kallaðir "páskavika". Heyrði í útvarpinu talaðu um "páskamiðvikudag" sem er þá miðvikudagurinn fyrir páska.

Í Noregi eru líka mjög skírar reglum um hvað er gaman að gera um páska.
Hér er tæmandi listi yfir það sem Norðmenn gera um páskana:
-Fara í hyttu uppí fjall
-Gönguskíða
-Lesa glæpasögur
og ef fólk einhverra hluta vegna kemst ekki í hyttu uppí fjalli um páskana, og verður að vera í bænum, þá er rauði krossinn til taks til aðstoðar því ógæfusama fólki.

Norðmenn eru spes lið.