Sunday, May 09, 2010

Rugl

Búið að vera rugl mikið að gera síðustu vikurnar.
Vikurnar þar áður var rugl lítið að gera.
Held það sé skárra að hafa rugl mikið að gera. Þegar maður hefur rugl lítið að gera endar það í óhóflegri leti = sjónvarpsglápi í óhófi.

Nú er að hefjast síðasta kennsluvikan í þessu blessaða námi. Tími til kominn. 4 ár í námi sem fjallar meira eða minna um suð er sennilega ekki það gáfulegasta... en ég virðist allavega vera að klára þetta. Niðurstaðan er: Fólk ætti frekar að semja lög en suð. Suð er nefnilega leiðinlegt.
Á morgun er skiladagur fyrir síðustu verkefni í þremur fögum. Á þriðjudaginn í einu. Og á föstudaginn er skiladagur fyrir tónsmíðamöppur. Fyrir þann dag þarf ég að skila þremur eins möppum. Í hverri möppu eiga að vera ca. 120 blaðsíður af nótum og tilheyrandi, og tveir geisladiskar. Þessa vikuna verð ég semsagt að ljósrita og gorma. Je.

Tónleikar með lúðró á miðvikudaginn. Skemmtileg lög. Allir að mæta.

Í næstu viku hefjast svo æfingar fyrir risa-útskriftartónleikana mína. Þeir vera 14. júní. Ca. 70 manna lúðrasveit, 3 einleikarar og Steindór Andersen. Allir að mæta.

Best að halda áfram með verkefni vikunnar.