Bréf til lesenda
Ágætu bókmenntasinnuðu lesendur og aðrir (sem ég reikna ekki með að séu margir). Nú þarfnast ég ykkar hljálpar. Datt það snjallræði í hug að semja kórverk (þ.e. tónverk fyrir kór), en til að það sé gerlegt vantar mig texta. Það væri fínt að hafa hann á íslensku og jafnvel með rími og þannig, en einnig kemur allt annað til greina (og öll tungumál). Sjálfri hefur mér dottið í hug kvæði eftir Dr. Þórunni Guðmundsóttur sem endar eitthvað á þá leið “...... hann verður að spila á fagott.” En ég man bara ekkert eftir því að öðru leyti en þessu. Einhver ykkar vitið líklegast um hvað er rætt hér og ef þið gætuð grafið þann texta upp og sent mér væri það frábært. Ég mun að sjálfsögðu fá skriflegt leyfi höfundar ef ákveðið verður að nota umræddan texta.
Semsagt, texti óskast sem fyrst. Hugmyndir mega koma í kommentahólfið hér að neðan, en betra væri þó ef þið væruð til í að senda hugmyndir til mín í formi tölvupósts á netfangið baras@torg.is. Fleiri hugmyndir eru betri en færri. Þá hef ég eitthvað að velja úr.
Sá sem kemur með besta textann fær verðlaun að eigin vali + að vera frægur í útlöndum. Verkð verður (vonandi) flutt af 150 manna kór ef af verður.
Með von um einstaklega skjót viðbrögð.
<< Home