Sunday, October 02, 2005

Ykkur er boðið í partý....

..... í Húsi E. Gleðskapurinn hefst næstkomandi föstudag (7. október) og stendur til sunnudagsins16. október. Tilefnið er haustfrí, sem telst víst til siðs hér austan hafs. Það þýðir með öðrum orðum að fólk flykkist til síns heima, utan eins vesæls útlendings sem mun halda patý á skólavæðinu. Samkvæmið hentar ákaflega vel fyrir óvirka alkóhólista og ófrískar konur. Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Nefndin.

Fattaði allt í einu af hverju það varð allt í einu svona mikið að gera í skólanum. Fyrstu dagana átti maður að velja þau fög sem maður vildi vera í, þá valdi ég óvart eiginlega allt. Og svo fékk ég óvart smá vinnu. Til samans varð þetta bara ágætlega mikið þegar allt var komið í gang. Og ótrúlega margt gagnlegt sem er hægt að læra hérna, t.d. hljóðblöndun og hljómsveitarstjórnun. Það þýðir ekkert að kunna bara að gera eitthvað eitt!
Svo virðist vera ansi mikið um menningarferðir í höfuðborgina á vegum skólans. Fórum á tónleika á föstudagskvöldið. Verð að vera sammála einni básúnustelpunni. Það var alveg “dritt kjedeligt”. Semsagt, nútímatónlist. Engin lög. Bara mismikil læti. Alltaf þegar ég fer á svona tónleika man ég af hverju ég ákvað að semja lög. Það er einmitt af því að það eru svo fáir sem semja LÖG. Flestir semja hljóð.

Vil að lokum ítreka beiðni mína um texta fyrir kórverkið.

Farin í göngutúr uppí skóg.