Friday, December 23, 2005

Jólin

koma á morgun. Að því tilefni fór ég í kaupfélagið í dag. Með mömmu. Hún er búin að fara tvisvar og reikna fastlega með því að hún fari einu sinni enn í dag. Henni finnst rosa gaman að fara í kaupfélagið. Hún skoðar allt sem fæst þar, helst tvisvar, og kaupir svo ca. helminginn af því sem fæst þar. Það fæst margt í kaupfélaginu. Þess vegna verður sumt að vera úti þegar heim kemur, því ekki er pláss fyrir allt í ísskápnum.

Er búin að fara með allar ryksugurnar niðrí kjallara. Það er heldur ekki pláss fyrir þær uppi. Pabbi var ekki hress að fá ryksugurnar niður. Honum er illa við ryksugur.

Og mamma er að deyja úr stressi af því að það er ekki búið að skreyta. Ég hengdi upp eitt skraut og fannst það bara meira en nóg. Svo hef aldrei skilið þetta með jóladúkana ......

Annars óska ég ykkur gleðilegra og stresslausra jóla.