Nú eru jólin
og að því tilefni er ég að sjálfsögðu með einhverja pest. Það er eins og mig minni að ég hafi verið eitthvað lasin undanfarin 7 jól, með hugsanlega örfáum undantekningum. Þetta finnst mömmu leiðninlegt. Og mér líka. Er orðin hundleið á að hósta og snýta mér.
Hér er tæmandi listi yfir það sem mig langar í í afmælisgjöf (eða bara jólagjöf á næsta ári ef afmælið er of stuttur fyrirvari):
- Lítil ryksuga sem ryksugar hor úr nefi. Kemur sér greinilega alltaf vel um þetta leyti árs.
Og þetta er það sem ég er búin að afreka þessi jólin:
- Borða mikið
- Sofa mikið
- Snýta mér miiiiiiiiiiiiiiikið
- Hósta dáldið
- Horfa á sjónvarpið
Ágætis árangur alveg hreint. Auk þess hef ég ekki farið út fyrir dyr síðan á Þorláksmessu, nema náttúrulega til að komast hingað í tölvuna í kjallaranum.
<< Home