Tuesday, December 27, 2005

Snilldarball

Í gær var ball í Valakjálf. Við Þórunn Gréta áváðum að drífa okkur þar sem við höfum báðar verið inni öll jólin sökum veikinda.
Í stuttu máli sagt var þetta ball hrein snilld. Það hefur oft háð böllum í félagsheimilinu Valaskjálf (og eflaust fleiri slíkum skemmtistöðum) að ölvun fer langt út fyrir öll velsæmismörk og slagsmál brjótast út af minnsta tilefni. Ekki var því fyrir að fara á dansleik þessum. Þó voru 5-6 hundruð manns mætt á svæðið. Sá samt eina ælu á gólfinu. Með kartöflum í.
Niðurstaða: Gott ball, góð hljómsveit (Atómstöðin).

Reikna með að næsta sveitaballagagnrýni komi eftir áramótaball sem haldið verður á sama stað.

Í dag er semsagt þreyttur dagur af ofangreindum ástæðum. Er pínu slöpp ennþá, en þetta virðist allt vera að færast til betri vegar. Myndi helst vilja fara snemma að sofa í kvöld, en það er ekki í boði þar sem faðir vor er með kallasaumaklúbb heima í kvöld. Fyrsti kallinn mætti hálftíma of snemma. Við fyrstu kynni (sem voru mjög stutt) virtist sá auðveldlega geta unnið titilinn leiðinlegasti maður allra tíma. Ég fór niðrí kjallara að blogga. Er svo að fara á tónleika og í heimsókn uppí sveit. Ekki hægt að vera heima við þessar aðstæður.