Wednesday, January 04, 2006

Álegg og gubb

Það er eitt álegg sem stundum er á boðstólnum hér í mötuneyti skólans. Það er gult gums með allskonar litum kögglum í. Þetta er mjög gott á bragðið en enginn veit hvað þetta er. Þetta lítur dáldið út eins og gubb. Held samt að þetta sé eitthvað annað.

Rektor skólans byrjaði þessa önn einmitt á að segja sögu um gubb. Hann var inntur eftir því hvort árið hefði ekki byrjað vel hjá honum, og hann svaraði því til að það hefði allavega byrjað skár en síðasta ár. Og hvað var svona slæmt við upphaf ársins 2005? Jú. Hann hafði vaknað undir morgun til að fara á salernið og ákvað í leiðinni að tékka á hvort það væri ekki allt í lagi (nokkuð að kvikna í eða svoleiðis örugglega). Hann kíkti inn í herbergi dóttur sinnar. Þar var allt í góðu. Þaðan fór hann inn í stofuna. Þegar þangað var komið heyrðist rosalegt SPLATT hljóð úr herbergi dótturinnar. Hún hafði gubbað. Þess má geta að stúlkan hafði fengið hátt rúm fyrir þessi jól. Eins konar hákoju, þannig að hún svaf upp undir lofti. Þegar maður gubbar úr slíkri hæð þá lendir gubbið ekki í “snyrtilegum” polli á gólfinu. Ónei. Það skvettist út um allt herbergið. Og þetta var ekkert smá magn af gubbi. Því tókst að dreyfa sér yfir allt sem í herberginu var. Leikföng, bangsa, í rúmið sjálft og bak við alla gólflista. Það tók viku að þrífa allt gubbið.

Af þessu má læra eftirfarandi: Ekki leyfa börnum að borða ótakmarkað yfir jól og áramót. Þau kunna sér ekki hóf.