Sunday, March 26, 2006

Helgin

Þessi helgi er búin að vera ansi lífleg í Húsi E. Vinkona litlu stelpunnar var í heimsókn þannig að við vorum níu þessa helgina. Þar sem sjö stelpur koma saman er hávaði ekki mikið undir hættumörkum, þannig að piltarnir sem búa í Húsi E létu ekki mikið sjá sig þessa daga. Við stúlkurnar höfðum það mjög fínt. Hávaðamet var sett á föstudagskvöldið, og mér skilst aftur í nótt. En þá var ég sofandi og heyrði ekki neitt. Ótrúlegt hvað þessar stelpur geta fundið sterka þörf fyrir að öskra þegar þær eru margar saman. Við borðuðum líka ís og horfðum á stelpumynd. Lætin hættu rétt á meðan.

Í kvöld fer ég SNEMMA að sofa. Verð að fara að gera eitthvað að viti í þessum skóla svona undir lokin. Finnst ég reyndar búin að vera dugleg, þegar litið er yfir það sem af er þessu skólaári. Bara spurning um að halda dampi út árið.

Og svo þarf maður að fara að skipuleggja flutninga sumarsins. Alltaf gaman að flytja .......