Dagur dauðans
var í dag. Spilaði á tveimur tónleikum á þrjú hljóðfæri. Þrjú lög eftir mig voru flutt á þessum tveimur tónleikum, þar af spilaði ég í tveimur. Auk þess fór ég í tónsmíðatíma og var í rosalegu saxófónsamspilsprógrammi í allan dag (þegar ég var ekki að spila á tónleikum). Ótrúlega mikið í gangi akkúrat í dag. Gaman að því. Reikna með því að það verði fleiri svona dagar fyrir lok skólaársins. Varð allt í einu alveg brjálað að gera. Hélt að nú ætti lítið eftir að gerast, en það var greinilega misskilningur. Og svo virðist sem ég geti fengið eins marga tónsmíðatíma og mér sýnist þessa dagana, þó ég sé löngu búin með kvótann. Frábær skóli.
Á morgun verður samt dáldið mikið frí. Það verður fínt.
Held að túba sé algerlega mitt hljóðfæri.
<< Home